Færsluflokkur: Bloggar
Jólaboðskapur og jólakort fjölskyldunnar 2009
24.12.2009 | 11:00
Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi.
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.
Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins sögðu hirðarnir sín á milli: Förum beint til Betlehem að sjá það sem gerst hefur og Drottinn hefur kunngjört okkur. Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það skýrðu þeir frá því er þeim hafði verið sagt um barn þetta. Og allir sem heyrðu undruðust það er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.
Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara
eins og þú hefur heitið mér
því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða,
ljós til opinberunar heiðingjum
og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.
Faðir hans og móðir undruðust það er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael. Hann verður tákn sem menn munu rísa gegn.
Sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar.
Og er þau höfðu lokið öllu, sem lögmál Drottins bauð, sneru þau aftur til Galíleu, til borgar sinnar Nasaret. En sveinninn óx og styrktist, fylltur visku, og náð Guðs var yfir honum.
Eftir þrjá daga fundu þau hann í helgidóminum. Þar sat hann mitt á meðal lærifeðranna, hlýddi á þá og spurði þá. En alla, sem heyrðu til hans, furðaði stórum á skilningi hans og andsvörum. Og er þau sáu hann þar brá þeim mjög og móðir hans sagði við hann: Barn, hví gerðir þú okkur þetta? Við faðir þinn höfum leitað þín harmþrungin.
Og hann sagði við þau: Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns? En þau skildu ekki það er hann talaði við þau.
Og Jesús fór heim með þeim og kom til Nasaret og var þeim hlýðinn. En móðir hans geymdi allt þetta í hjarta sér. Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólakveðja 2009
23.12.2009 | 06:59
Kæru vinir við óskum ykkur Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs megi Drottinn blessa ykkur ríkulega á komandi ári og við þökkum góðar stundir á árinu sem er að líða
Ragnar, Jóna, G.Gabríel og Atalía Von
Hér á bæ eru allir komnir í blússandi jólaskap Guð er góður og kærleikurinn flæðir í hverjum krók og kima hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finnst dáldið vanta Gleðina í fólk í desember
19.12.2009 | 11:21
Ég hef verið að fylgjast með lífinu núna í Desember og verið að velta fyrir mér hvað varð um gleðina sem á að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar, Afmæli frelsara okkar Jesú krists ??? Mér finnst fólk í desember vera að farast úr stressi yfir því sem því finnst það eiga eftir að gera, td jólahreingerninguna !! mér persónulega finnst bara alger óþarfi að vera að stressa sig á svona hlutum, í desember er mesta skammdegi ársins og í sjálfu sér sést það ekki ef það er smá ryk hér og þar, ég geri ekki neina sérstaka jólahreingerningu ég bara þríf eins og alla aðra mánuði í árinu þ.e þurrka af, skúra og þríf baðherbergið 1x í viku og svo þurrmoppa ég og þurrka af borðum og set í uppþvottavélina eftir þörfum. Er það ekki nóg, Og ég er nokkuð viss um að enginn myndi deyja ef ég sleppti að baka fyrir jólin. Mér finnst við hafa gleymt því að jólin og desember yfir höfuð er til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum, styrkja og rækta þau sambönd. Og svo og að heiðra og lofa frelsara okkar sem fæddur er á jólunum, ég held að eimitt í desember þá fækkar fólki sem fer í kirkju frekar en að aukast og má kenna jólagjafa innkaupum, þrifum og bakstri um.
Einnig hef ég orðið var við að neikvæðni er að drekkja okkur, hún er í fréttum allan daginn og í bloggum fólks, það er jú kreppa á fjármálamarkaðnum en það þýðir ekki að það þurfi að vera kreppa í hjörtum okkar, Gleðjumst yfir því sem við eigum, ég td er forrík, á yndislegan eiginmann, tvö yndisleg börn, yndislega foreldra, ömmu og afa, vini... og svo má lengi telja, og þetta allt er mun verðmætara en allir jepparnir og húsin í heiminum, að fá að vera saman um jólin það eru verðmæti, að vera á lífi það er verðmætara en allt heimsins gull, Að eiga föður okkar á himnum sem elskar okkur og vill okkur allt það besta er líka verðmætara en allt heimsins gull og í Guðríki er enginn kreppa því hann á allt gullið og silfrið, hristum því af okkur neikvæðnina og stressið og förum að líta okkur næst og sjáum öll raunverulegu verðmætinn og gleðigjafana í lífi okkar, Guð þráir að sjá okkur geisla af gleði leyfum okkur það.
Faðir þinn á himnum elskar þig með ævarandi elsku og hann þráir að fá að uppfylla öll loforð sín í þínu lífi ef þú vilt hleypa honum að. hann hefur líf fyrir þig til heilla en ekki óhamingju og það eina sem þú þarft að gera til að hann geti það er að játa það að Jesús er Drottinn opna hjarta þitt fyrir honum og leyfa honum að græða öll hjartasárin og kenna þér að lifa lífi í fullri gnægð Drottinn blessi þig og varðveiti og fylli líf þitt blessunum með kærri kveðju og ósk um
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þetta fékk fólk allavegana til að tala :)
18.12.2009 | 08:29
Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jólin jólin jólin koma brátt ..........
10.12.2009 | 10:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jólin alveg að koma
9.12.2009 | 15:08
úff hvað tíminn er fljótur að líða hver man ekki eftir því þegar það var svo skelfilega langt að bíða eftir jólunum ?? en þegar maður er orðin fullorðin þá skyndilega flýgur tíminn áfram og jólin bara mætt áður en maður veit af. Ég er komin í blússandi jólaskap meira að segja jólatréð er komið upp á þessum bæ og svo byrjar jólabaksturinn á morgun jey hlakka bara til. ætla að baka, spesíur, súkklaði marengs toppa og kókostoppa. Svo ætlum við að skreyta piparkökur mæðginin :) bara fjör.
Þetta verða yndisleg jól í faðmi fjölskyldunar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
já sæll
9.12.2009 | 06:49
Berir jólasveinar hlupu til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yndisleg orð Föður okkar á himnum, smá pælingar á sunnudegi Drottinn blessi ykkur Ríkulega
6.12.2009 | 11:52
Sálmarnir 85:11 |
Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friðurkyssast. Amen þetta er yndislegt vers sem allir mættu tileinka sér. |
Síðan var ég að lesa í lúkasarguðspjalli þetta orð sem vakti athygli mína því við lifum jú á síðari tímum þó enginn nema Guð geti sagt nákvæma dagsetningu :)
Lúkasarguðspjall 21:25-33
Mannssonurinn kemur
Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.Menn munu falla í öngvit af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna munu riðlast.Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd.
Gætið að fíkjutrénu
Jesús sagði þeim og líkingu: Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám.Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd.Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram.Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Og svo þetta yndislega orð úr öðru jóhannesar bréfi sem á svo stóran part í hjartanu á mér, Tilgangur okkar hér á jörðunni er að elska hvort annað ekki, hata eða dæma. Kærleikurinn og Elska á að vera ríkjandi í hjarta okkar. Guð elskar okkur með ævarandi elsku.
Þá vitum við að við þekkjum hann ef við höldum boðorð Guðs. Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. En hver sem varðveitir orð Guðs, hann elskar sannarlega Guð á fullkominn hátt. Þannig þekkjum við að við erum í honum. Þeim sem segist vera í honum ber sjálfum að breyta eins og Jesús Kristur breytti.
Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. Eigi að síður er það nýtt boðorð, er ég rita ykkur, og sannindi þess birtast í honum og í ykkur því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans.
Ég rita ykkur, börnin mín, af því að Guð hefur fyrirgefið ykkur syndir ykkar vegna Jesú Krists. Ég rita ykkur, foreldrar af því að þið þekkið hann sem er frá upphafi. Ég rita ykkur, unglingar, af því að þið hafið sigrað hinn vonda.
Ég hef ritað ykkur, börn, af því að þið þekkið föðurinn. Ég hef ritað ykkur,foreldrar,af því að þið þekkið hann sem er frá upphafi. Ég hef ritað ykkur, unglingar, af því að þið eruð styrkir og orð Guðs býr í ykkur og þið hafið sigrað hinn vonda.
Elskið hvorki heiminn né það sem í heiminum er. Sá sem elskar heiminn elskar ekki föðurinn. Því að allt sem maðurinn girnist, allt sem glepur augað, allt oflæti vegna eigna er ekki frá föðurnum heldur frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans en sá sem gerir Guðs vilja varir að eilífu.
Ég er þess fullviss að ef við lærðum að rækta okkar eigin garð og hlúa að honum í stað þess að benda á og argast yfir arfanum í garði náungans þá myndi heimurinn vera mun betri ! Ef við myndum læra að elska hvert annað og hætta að dæma hvort annað þá myndu mun fleiri nálgast Guð. Matteusarguðspjall 7:1 Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. ) Við eigum bara að elska hvert annað Guð er fullfær um að sjá um allt hitt þ.e að dæma eða ekki dæma menn. Einnig er það Guð sem sníðir okkur til og agar það er ekki okkar verk að sníða aðra til og aga, Jesú mun ganga hér á jörðu aftur og vonandi verðum við búinn að skilja þessa hluti fyrir þann tíma :) því ég vil ekki vera dæmd eftir lögmálinu og mun því ekki dæma aðra.
Þið þekkið öll sannleikann því að Hinn heilagi hefur smurt ykkur anda sínum. Ég hef ekki skrifað ykkur vegna þess að þið þekkið ekki sannleikann heldur af því að þið þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum.
Hver er lygari ef ekki sá sem neitar að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn sem afneitar föðurnum og syninum. Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn.
Þetta hef ég skrifað ykkur um þá sem eru að leiða ykkur afvega. Andinn, sem Kristur smurði ykkur með, býr í ykkur og þið þurfið þess ekki að neinn kenni ykkur því andi hans fræðir ykkur um allt, hann er sannleiki en engin lygi. Verið stöðug í honum eins og hann kenndi ykkur.
Og nú, börnin mín, lifið í samfélagi við hann til þess að við getum, þegar hann birtist, átt djörfung og blygðumst okkar ekki fyrir honum þegar hann kemur. Þið vitið að hann er réttlátur. Þá skiljið þið einnig að hver sem iðkar réttlætið er barn Guðs.
Amen en er það réttlátt að dæma aðra ???
Og að lokum nokkur yndisleg ritningarvers um kærleikann sem vonar allt umber allt og fellur ALDREI úr gildi
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)