Fordómar fordæmdir með fordómum hversu sjúkur er heimurinn sem við lifum í ??

Mig langar pínu að viðra skoðun mína, því mér blöskrar margt hér á þessum vef, ég hef verið að skoða umræður um þetta jólatónleika mál og mér finnst alveg merkilegt hvað margir virðast fordæma fordóma með fordómum, eru fordómar ekki alltaf fordómar ??? sama í hvaða garð fordómarnir eru mér er spurn, Fordómar eru alltaf ljótur leikur sama í hvaða mynd þeir eru, Eins upplifi ég kristið fólk oft setja sig í dómara sæti alveg eins og hinir ótrúuðu, Jú samkynhneigð er synd samkvæmt biblíunni það vita flestir sem eru frelsaðir, en lýgi, fordómar og þjófnaður er líka synd það eigum við sem eigum Jesú sem frelsara okkar að vita, það er ekki í höndum okkar trúuðu að útlista syndir hvers annars eða dæma fólk, við eigum einfaldlega að elska fólk til lífs, því Guð er svo sannarlega fullfær um að hreinsa okkur af syndum okkur án hjálpar frá okkur, einnig hef ég verið að velta fyrir mér þeim orðum sem ég las á einu blogginu að ef maður ætlaði að lifa í synd þá gæti maður ekki þjónað Guði ! en er það ekki Guðs að ákveða það ?? Ég veit persónulega að stundum bendir Guð okkur ekki á syndirnar okkar allar í einu heldur sníðir af okkur skemmdu greinarnar hægt og rólega og stundum upplifum við þar að leiðandi ekki syndina í lífi okkar sem synd fyrr en Guð (ekki menn) fer að sýna okkur hana. Og hvar hefur Guð betri aðgang að okkur til að hreinsa okkur og byggja upp en eimitt þegar við erum að þjóna honum ??? Hefur alveg gleymst að Guð Elskar alla alveg sama hver er hvað við erum ??? Og setur okkur skýra reglu um að elska hvert annað og dæma ekki hvort annað !!! Guð er Faðir okkar og elskar okkur skilyrðislaust !!!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

ége r alveg sammála þér ástin, það virkar á mig sem hringavitleysa að ætla að fordæma fordóma með fordómum.  Þá til að byrja með er maður ekkert skárri en þeir sem maður er að deila við. Kristur er kærleikur númer 1,2 og 3

Ragnar Birkir Bjarkarson, 4.12.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mikið var þetta góður pistill hjá þér. Vildi óska að sem flestir myndu lesa hann. Þið hjónin fáið aldeilis að kynnast því að hér á þessu bloggi þrífst mikill óþveri.

Ágætis maður skrifaði mjög ljót orð um mig og á sama tíma skrifar hann opið bréf til vefstjóra mbl.is  Veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta hans vegna en ég er keik.

Njótið helgarinnar, við og þið erum með samkomu á sama tíma á sunnudögum en það er dálítið langt á milli okkar.  

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.12.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband