Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Yndisleg helgi að baki stórkostleg nærvera Guðs!

wkfv-107-1.gifOhh helgin var yndisleg við Hjónin fórum á spámannlegt lofgjarðarmót hjá C.T.F í Reykjavík og þvílík nærvera, yndisleg snerting Guðs og lífi fjölda fólks breytt til frambúðar, þvílík köllun. Fólk læknaðist og Guð talaði nákvæm orð inn í líf fólks. Yndislegt að eyða helginni með föður okkar á himnum og þetta er aðeins upphafið á því sem Guð er að gera í okkar lífi. Við erum að ganga inn í nýtt upphaf í okkar lífi með Guði Amen. 

Guð elskar ÞIG nákvæmlega eins og þú ert !!!!

wkfv-109-1.jpgGuð er himneskur faðir þinn og hann elskar þig með föðurlegum kærleika ! Hann elskar alla hér á jörðu alveg sama hver eða hvað þú ert. hann elskar okkur nákvæmlega eins og við elskum börnin okkar algerlega skilyrðislaust, hann elskar þig svo mikið að hann fórnaði einkasyni sínum Jesú Kristi á krossi til að fyrirgefa okkur allar syndir í þátíð, nútíð og framtíð. Á sama hátt ber okkur að fyrirgefa öðrum því ófyrirgefning er í orðsins fyllstu merkingu eins og andlegt krabbamein sem gerir líf okkar óhamingjusamt og veldur okkur oft líkamlegum veikindum. Ert þú með ófyrirgefningu í hjarta þér ??? Ég hvet þig til að fyrirgefa öllum þeim sem hafa gert á þinn hlut sjálfs þíns vegna. 

Þegar Jesú dó á krossinum fyrir þig þá gaf Guð okkur náðina! þ.e allar okkar syndir eru fyrirgefnar og lögmál Guðs dó með honum því það er of gott og of fullkomið til að allir menn geti fylgt því. Elska Guðs er ekki háð neinum skilyrðum hann mun ætíð elska okkur börnin sín, en náðin er háð einu skilyrði og það er að við dæmum ekki aðra til að við verðum ekki dæmd eftir lögmálinu. Ef við tildæmis bregðumst rangt við eða dæmum einhvern þá erum við sjálf búinn að koma okkur undir lögmálið sem aðeins Satan á að vera dæmdur eftir. Og verðum dæmd eftir því, ef við hinsvegar dæmum engan þar með talið okkur sjálf heldur sýnum öllum kærleika, elskum fólk eins og fyrirgefum  og Guð elskar okkur og hefur fyrirgefið okkur þá verðum við ekki dæmd eftir lögmálinu á efsta degi þannig virkar náð Guðs, Við hinsvegar eigum ekki að misnota náðina :) að lifa undir náð Guðs þýðir ekki það að Guð sé búinn að gefa okkur leyfi til að lifa í synd eða fremja synd, hann vill að við leyfum honum að breyta okkur, sníða okkur til svo við líkjumst honum sem mest hann veit hinsvegar syndirnar okkar fyrirfram. Alveg eins og við elskum börnin okkar og viljum þeim aðeins það besta á sama hátt elskar Guð okkur, hann elskar þig, mig og alla nákvæmlega eins og við erum en hann elskar okkur of mikið til að skilja okkur eftir þannig. Guð þráir að fá að leyfa þér að finna föðurlegan kærleika sinn, átt þú lifandi Guð ???  


mér finnst að frekar ætti að lengja fæðingaorlofið

Þegar ég átti son minn bjó ég í Noregi, þar er fæðingaorlofið mun lengra og mun betur borgað þess vegna furða ég mig á frétt sem ég las um daginn um að fæðingaorlofs sjóðurinn okkar væri lofsamaður um víða veröld og ekki finnst mér fæðingaorlofið okkar eitthvað til að monta okkur af, td fáum við hér aðeins 6 mán á 80 % launum eða 12 mán á 50% launum sem engin lifir á í dag, á móti færðu í noregi 9 mán á 100% launum eða 18 mán á 80 % launum, og eru reyndar margir aðrir hlutir þar sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Þar er í raun ertu hvattur til að eiga sem flest börn, stofna til fjölskyldu og gifta þig án þess að tapa stórum fjárhæðum á mánuði á því. ég er ekki frá því að þeir meira að segja hafi bætt hlutina síðan ég var í fæðingaorlofi þar en það var árið 2003 og 2004. Mér finnst að það ætti að skera niður á allt öðrum stöðum heldur en á þessum sem eru í umræðunni, spítulum, fæðingaorlofi, örorku og ellilífeyri, hvernig væri að fækka þingmönnum lækka laun þeirra og forsetans og ráðherra niður í lágmarkslaun ??? það er hellings sparnaður þar, einnig finnst mér að ætti að skera niður hjá ríkissjónvarpinu frekar en ríkisspítulunum mér finnst ráðamenn þessarar þjóðar vera með forgangsröðunina dáldið mikið skakka.

Það er sorglegt að syndir útrásavíkinga og ráðherra þessa lands skuli þurfa að bitna á heilli þjóð. Kanski þeir hefðu átt að hlusta á Jónínu Ben fyrr ??? þá hefði kanski verið hægt að koma í veg fyrir sumt af þessu. 


mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðum koma blessuð jólin :)

Mig er barasta farið að hlakka til jólanna, ég hef tekið þá ákvörðun að eyða ekki efnum fram í jólagjafir og njóta þess frekar að eiga góða stund með fjölskyldu minni og vinum og umfaðma þá í kærleika. Ég ætla að nota tímann í desember til að baka með börnunum hlusta á jólalög skreyta og hafa það huggulegt svo ætla ég að gefa föður mínum á himnum enn meiri tíma og heiðra og lofa hans nafn. Muna hinn raunverulega boðskap jólanna og breiða út kærleika Krists. Núna er aðventan að hefjast og ætla ég að fagna því með því að eiga yndislega helgi með manninum mínum og börnum og fara á spámannlegt lofgjarðarmót hjá C.T.F kirkjunni minni.  www.ctf.is/?eining=dagatal&event=2

Mótið verður föstudag kl 20- ?

laugardag 14-18 og 20-?

og svo munu þessir yndislegu gestir þjóna á samkomu á sunnudaginn kl 14 hvet sem flesta til að mæta að háteigsvegi 5 í rvk og finna elsku Guðs því Jesú elskar alla nákvæmlega eins og þeir eru elskar okkur reyndar of heitt til að skilja okkur eftir þannig þess vegna sníðir hann okkur til.

Megi Guð gefa þér yndislega helgi og blessa þig og þína InLove


þetta er nú alveg út í bláinn

Þetta finnst mér bara alveg út í bláin eins og laun sjómanna séu ekki búinn að lækka nóg í gegnum árin eru ráðamenn þjóðarinnar búnir að gleyma að sjómenn eru jú burtu frá fjölskyldu og vinum meiri partinn á árinu ????? hvernig væri að taka bara launin af forsetanum það er nú þónokkur sparnaður sem felst í því að lækka forsetann, ráðherra og þingmenn niður í lágmarkslaun þessa lands en þeir geta að sjálfsögðu ekki hugsað sér það eða hvað ???
mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensu sprautan !

Jæja ég er búinn að láta bólusetja mig og fjölskylduna við svínaflensunni án nokkura vankvæða Grin var reyndar komin með smá kvíða hnút í magan í morgun. Maður er búinn að lesa svo mikinn hræðslu áróður gegn þessari sprautu að ég var orðin á báðum áttum Gasp en tók svo ákvörðun í dag að skella mér börnunum og manninum og vona að sem flestir nýti sér þessa þjónustu þar sem hún er ókeypis í þokkabót. Og svo líka því fleiri sem eru bólusettir því meiri líkur eru á að úthýsa þessari flensu frá landinu.

þetta líst mér vel á !!!!

Mér finnst að fleiri skólar ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar stórt húrra fyrir hvassaleitisskóla flott framtak Grin
mbl.is Sprelllifandi vináttuhjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já sæll

Farið hefur fé betur  myndi ég segja, hann er væntanlega moldríkur og fyrir honum er þetta eins og spila upp á hundrað kall eða það skulum við vona Sideways
mbl.is Tapaði 110 milljónum á einu spili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er aðeins byrjunin held ég, hvenær skyldi aðal skellurinn koma ??

verð og verðbólga hækka enn, og þetta er bara byrjunin held ég því að hinu raunverulegu afleiðingar stjórnvalda okkar og útrásavíkinga hafa ekki enn komið á yfirborðið. Ég tel að skellurinn eigi eftir að koma á fyrstu mánuðum næsta árs, það fylgja því alvarlegar afleiðingar að setja heila þjóð á hausinn, við skuldum langtum meira en þjóðarframleiðslan er og verðum lengi að súpa seiðið af því,

Maður er meira segja farinn að velta fyrir sér hvort ekki sé bara tími til kominn að leggja land undir fót og finna sér vænlegri stað að búa á !! Mér finnst engan vegin vera svo einhver lausn að ganga í e.s.b því þá verðum við endanlega arðrænd við erum of lítil þjóð fyrir svona batterí, Gætum þá allt eins lýst yfir ósjálfstæði okkar á ný og skriðið undir verndarvæng Noregskonung eða Danadrottningar það er mín skoðun. Ég vill ekki að sonur minn verði settur undir herskyldu en það er eimitt eitt af því sem fylgir e.s.b Crying Mér finnst að sjálfsögðu að útrásarvíkingarnir ættu að fá sína refsingu og einnig þeir ráðamenn sem studdu við þessa vitleysu. Góðærið hefur heldur betur bitið okkur í Rassinn 


mbl.is Verðbólgan 8,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ææ

jahérna þetta reyndar sýnir hversu sjúkt landið er að verða að það er allt eins hægt að búast við vopnuðu fólki hvar og hvenær sem er, finnst sorglegt hversu ofbeldisfullt þetta fallega land okkar er að verða og hversu hrædd við erum orðin þegar börnin okkar geta ekki einu sinni leikið sér án þess að lögregla sé kölluð til vegna ótta !!!
mbl.is Tilkynnt um vopnaðan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband