Þetta fékk fólk allavegana til að tala :)
18.12.2009 | 08:29
Ég ætla ekki að dæma um hvort þetta sé siðferðislega rétt eða rangt en þetta svo sannarlega fékk fólk til að tala um Guð svona rétt fyrir jólin og eflaust hjálpar til við að fá fólk til að muna tilgang jólanna þ.e að fagna fæðingu Jesú krists frelsara okkar. Annars held ég að Jósep og María hafi verið ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú, Guð valdi hana bara til að ganga með frelsara okkar þar fyrir utan var hún bara mannleg eins og við hin.
Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jólin eru heiðin hátíð og hafa ekkert með fæðingu frelsarans að gera,
Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 15:22
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Algjörlega sammála þér. Ég trúi því að Jósef hafi kvænst Maríu og þau hafi átt fullt af börnum.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2009 kl. 20:45
bara venjulegt fólk eins og ég og þú - snert af Guði
Ragnar Birkir Bjarkarson, 19.12.2009 kl. 06:59
"Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins."
Sæl Jóna mín, þessi mynd minnir nú á spurninguna í aldingarðinum; " Er það satt að Guð hafi sagt......"
Að mínu mati er þessi mynd Guðlast og gerð til að hæðast að Guði, enda getur þú séð að hún er vatn á myllu guðlastara hér á blogginu.
En aftur Gleðilega hátíð og hafið þið það sem best.
Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2009 kl. 18:00
já það er eflaust rétt enda ætla ég ekki að mæla með þessu en þetta fékk fólk til að tala sem sýmir að Guð getur látið allt samverka til góðs á einn eða annan hátt :)
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 24.12.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.