Jólin alveg að koma
9.12.2009 | 15:08
úff hvað tíminn er fljótur að líða hver man ekki eftir því þegar það var svo skelfilega langt að bíða eftir jólunum ?? en þegar maður er orðin fullorðin þá skyndilega flýgur tíminn áfram og jólin bara mætt áður en maður veit af. Ég er komin í blússandi jólaskap meira að segja jólatréð er komið upp á þessum bæ og svo byrjar jólabaksturinn á morgun jey hlakka bara til. ætla að baka, spesíur, súkklaði marengs toppa og kókostoppa. Svo ætlum við að skreyta piparkökur mæðginin :) bara fjör.
Þetta verða yndisleg jól í faðmi fjölskyldunar
Athugasemdir
mér hlakkar svo til - mér hlakkar alltaf svo til - en það er langt og svo langt að bíða og skelfing virðist tíminn svo lengi að líða.... jólin verða komin áður en við vitum af því
Ragnar Birkir Bjarkarson, 9.12.2009 kl. 16:16
Sæl og blessuð
Tíminn líður alltof hratt í desember því þá vill maður gera svo margt.
Flott áform með baksturinn. Fæ vatn í munninn.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.