Yndisleg orð Föður okkar á himnum, smá pælingar á sunnudegi Drottinn blessi ykkur Ríkulega

12152_187856029498_753164498_3029728_3517420_n_940137.jpg
Sálmarnir 85:11

Elska og trúfesti mætast, réttlæti og

friðurkyssast.

Amen þetta er yndislegt vers sem allir

mættu tileinka sér.

 Síðan var ég að lesa í lúkasarguðspjalli þetta orð sem vakti athygli mína því við lifum jú á síðari tímum þó enginn nema Guð geti sagt nákvæma dagsetningu :)

Lúkasarguðspjall 21:25-33

Mannssonurinn kemur

Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.Menn munu falla í öngvit af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna munu riðlast.Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd.“


Gætið að fíkjutrénu

Jesús sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám.Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd.Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram.Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.

 Og svo þetta yndislega orð úr öðru jóhannesar bréfi sem á svo stóran part í hjartanu á mér, Tilgangur okkar hér á jörðunni er að elska hvort annað ekki, hata eða dæma. Kærleikurinn og Elska á að vera ríkjandi í hjarta okkar. Guð elskar okkur með ævarandi elsku.

Fyrirgefning syndanna, nýtt líf
Börnin mín! Þetta skrifa ég ykkur til þess að þið skulið ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum við málsvara hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta. Hann er friðþæging fyrir syndir okkar og ekki einungis fyrir syndir okkar heldur líka fyrir syndir alls heimsins.
Þá vitum við að við þekkjum hann ef við höldum boðorð Guðs. Sá sem segir: „Ég þekki hann,“ og heldur ekki boðorð hans er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. En hver sem varðveitir orð Guðs, hann elskar sannarlega Guð á fullkominn hátt. Þannig þekkjum við að við erum í honum. Þeim sem segist vera í honum ber sjálfum að breyta eins og Jesús Kristur breytti.
Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. Eigi að síður er það nýtt boðorð, er ég rita ykkur, og sannindi þess birtast í honum og í ykkur því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls    En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans.
Ég rita ykkur, börnin mín, af því að Guð hefur fyrirgefið ykkur syndir ykkar vegna Jesú Krists. Ég rita ykkur, foreldrar af því að þið þekkið hann sem er frá upphafi. Ég rita ykkur, unglingar, af því að þið hafið sigrað hinn vonda.
Ég hef ritað ykkur, börn, af því að þið þekkið föðurinn. Ég hef ritað ykkur,foreldrar,af því að þið þekkið hann sem er frá upphafi. Ég hef ritað ykkur, unglingar, af því að þið eruð styrkir og orð Guðs býr í ykkur og þið hafið sigrað hinn vonda.
Elskið hvorki heiminn né það sem í heiminum er. Sá sem elskar heiminn elskar ekki föðurinn. Því að allt sem maðurinn girnist, allt sem glepur augað, allt oflæti vegna eigna er ekki frá föðurnum heldur frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans en sá sem gerir Guðs vilja varir að eilífu.

Ég er þess fullviss að ef við lærðum að rækta okkar eigin garð og hlúa að honum í stað þess að benda á og argast yfir arfanum í garði náungans þá myndi heimurinn vera mun betri ! Ef við myndum læra að elska hvert annað og hætta að dæma hvort annað þá myndu mun fleiri nálgast Guð.

Svo hef ég verið að skoða undanfarið biblíuna og mikið er talað um Andkrist og er ég nokkuð viss um að margir slíkir ríkja hér á jörðu því heimurinn er að mörgu leiti orðin siðblindur og allt snýst um að fordæma með fordómum, ofbeldi og svívirðingum. Einnig upplifi ég að margir kristnir séu búnir að setja sig í sæti Guðs með því að dæma allt og alla, það er bara alls ekki okkar hlutverk langt frá þvi (
Matteusarguðspjall 7:1
Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmd. ) Við eigum bara að elska hvert annað Guð er fullfær um að sjá um allt hitt þ.e að dæma eða ekki dæma menn. Einnig er það Guð sem sníðir okkur til og agar það er ekki okkar verk að sníða aðra til og aga, Jesú mun ganga hér á jörðu aftur og vonandi verðum við búinn að skilja þessa hluti fyrir þann tíma :) því ég vil ekki vera dæmd eftir lögmálinu og mun því ekki dæma aðra.

Andkristur
Börn mín, hin síðasta stund er runnin upp. Þið hafið heyrt að andkristur kemur og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum við að það er hin síðasta stund. Þeir komu úr okkar hópi en heyrðu okkur ekki til. Ef þeir hefðu heyrt okkur til þá hefðu þeir áfram verið með okkur. En þetta varð til þess að augljóst yrði að enginn þeirra heyrði okkur til.
Þið þekkið öll sannleikann því að Hinn heilagi hefur smurt ykkur anda sínum. Ég hef ekki skrifað ykkur vegna þess að þið þekkið ekki sannleikann heldur af því að þið þekkið hann og af því að engin lygi getur komið frá sannleikanum.

Hver er lygari ef ekki sá sem neitar að Jesús sé Kristur? Sá er andkristurinn sem afneitar föðurnum og syninum. Hver sem afneitar syninum hefur ekki heldur fundið föðurinn.
Sá sem játar soninn hefur og fundið föðurinn. En haldið áfram að ígrunda boðskapinn sem þið heyrðuð í upphafi. Ef þið haldið stöðuglega við það sem þið heyrðuð í upphafi, þá munuð þið einnig vera stöðug í samfélagi við soninn og föðurinn. Og þetta er fyrirheitið sem hann gaf okkur: Hið eilífa líf.
Þetta hef ég skrifað ykkur um þá sem eru að leiða ykkur afvega. Andinn, sem Kristur smurði ykkur með, býr í ykkur og þið þurfið þess ekki að neinn kenni ykkur því andi hans fræðir ykkur um allt, hann er sannleiki en engin lygi. Verið stöðug í honum eins og hann kenndi ykkur.
Og nú, börnin mín, lifið í samfélagi við hann til þess að við getum, þegar hann birtist, átt djörfung og blygðumst okkar ekki fyrir honum þegar hann kemur. Þið vitið að hann er réttlátur. Þá skiljið þið einnig að hver sem iðkar réttlætið er barn Guðs.

Amen en er það réttlátt að dæma aðra ???

Og að lokum nokkur yndisleg ritningarvers um kærleikann sem vonar allt umber allt og fellur ALDREI úr gildi




Fimmta Mósebók 10:15
Eigi að síður beindist kærleikur Drottins að feðrum þínum einum svo að hann elskaði þá. Síðan valdi hann ykkur, niðja þeirra, úr öllum þjóðum og er svo enn í dag.

Orðskviðirnir 3:3
Kærleikur og tryggð munu aldrei yfirgefa þig. Festu þau um háls þér og ritaðu þau á spjald hjarta þíns,

Orðskviðirnir 10:12
Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.

Jesaja 54:10
Því að þótt fjöllin bifist og hæðirnar haggist mun kærleikur minn til þín ekki bifast og friðarsáttmáli minn ekki haggast, segir Drottinn sem miskunnar þér.

Hósea 4:1
Hlýðið á orð Drottins, Ísraelsmenn, því að Drottinn ákærir íbúa landsins þar sem í landinu er engin trúfesti, kærleikur né þekking á Guði.

Matteusarguðspjall 24:12
Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna.

Jóhannesarguðspjall 17:26
Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.“

Rómverjabréfið 5:5
Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.

Rómverjabréfið 13:10
Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn uppfylling lögmálsins.

Fyrra Korintubréf 8:1
sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Við vitum að öll höfum við þekkingu. Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp.

Fyrra Korintubréf 13:4
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Fyrra Korintubréf 13:8
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Fyrra Korintubréf 13:13
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Fyrra Korintubréf 16:24
Kærleikur minn er með yður öllum í Kristi Jesú.

Efesusbréfið 6:23
og kærleikur, með trúnni frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.

Filippíbréfið 2:1
Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð

Hebreabréfið 13:1
Bróðurkærleikurinn haldist.

Fyrra Pétursbréf 4:8
Umfram allt hafið brennandi kærleika hvert til annars því að kærleikur hylur fjölda synda.

Fyrsta Jóhannesarbréf 3:17
vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir þeim, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:7
Þið elskuðu, elskum hvert annað því að kærleikurinn er frá Guði kominn og hver sem elskar er barn Guðs og þekkir Guð.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:8
Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:9
Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:10
Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:12
Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur.

Fyrsta Jóhannesarbréf 4:16
Við þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á okkur, og trúum á hann. Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.

Annað Jóhannesarbréf 1:6
Kærleikurinn felst í að við lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þið heyrðuð það frá upphafi til þess að þið skylduð breyta samkvæmt því.

Síraksbók 11:15
Speki, þekking og skilningur á lögmálinu kemur frá Drottni, kærleikur og góðverk eru einnig frá honum


Megi Guð gefa ykkur yndislega viku og blessa ykkur ríkulega, megi hann úthella kærleika sínum yfir ykkur og gefa ykkur frið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

Amen - kærleikurinn fellur aldrei úr gildi - elska fólk til lífs er besta lausnin sem þú getur fundið hér á jörðu

Ragnar Birkir Bjarkarson, 6.12.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Amen takk fyrir yndisleg orð.

Jóh.3:18 Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.

Góður punktur með að dæma að það er ekki okkar hlutverk, en sannleikurinn er sá að það er enginn dómur yfir þeim sem tilheyra Kristi Jesú, og því ættu þeir ekki að vera dæma, heldur elska.

Róm 8

Lífið í andanum

1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig[1] frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju[2] mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.[3] 5Þau sem stjórnast af eigin hag[4] hafa hugann við það sem hann krefst. En þau sem stjórnast af anda Guðs hafa hugann við það sem hann vill. 6Sjálfshyggjan[5] er dauði en hyggja andans líf og friður

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband