Finnst dáldið vanta Gleðina í fólk í desember
19.12.2009 | 11:21
Ég hef verið að fylgjast með lífinu núna í Desember og verið að velta fyrir mér hvað varð um gleðina sem á að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar, Afmæli frelsara okkar Jesú krists ??? Mér finnst fólk í desember vera að farast úr stressi yfir því sem því finnst það eiga eftir að gera, td jólahreingerninguna !! mér persónulega finnst bara alger óþarfi að vera að stressa sig á svona hlutum, í desember er mesta skammdegi ársins og í sjálfu sér sést það ekki ef það er smá ryk hér og þar, ég geri ekki neina sérstaka jólahreingerningu ég bara þríf eins og alla aðra mánuði í árinu þ.e þurrka af, skúra og þríf baðherbergið 1x í viku og svo þurrmoppa ég og þurrka af borðum og set í uppþvottavélina eftir þörfum. Er það ekki nóg, Og ég er nokkuð viss um að enginn myndi deyja ef ég sleppti að baka fyrir jólin. Mér finnst við hafa gleymt því að jólin og desember yfir höfuð er til að njóta samveru með fjölskyldu og vinum, styrkja og rækta þau sambönd. Og svo og að heiðra og lofa frelsara okkar sem fæddur er á jólunum, ég held að eimitt í desember þá fækkar fólki sem fer í kirkju frekar en að aukast og má kenna jólagjafa innkaupum, þrifum og bakstri um.
Einnig hef ég orðið var við að neikvæðni er að drekkja okkur, hún er í fréttum allan daginn og í bloggum fólks, það er jú kreppa á fjármálamarkaðnum en það þýðir ekki að það þurfi að vera kreppa í hjörtum okkar, Gleðjumst yfir því sem við eigum, ég td er forrík, á yndislegan eiginmann, tvö yndisleg börn, yndislega foreldra, ömmu og afa, vini... og svo má lengi telja, og þetta allt er mun verðmætara en allir jepparnir og húsin í heiminum, að fá að vera saman um jólin það eru verðmæti, að vera á lífi það er verðmætara en allt heimsins gull, Að eiga föður okkar á himnum sem elskar okkur og vill okkur allt það besta er líka verðmætara en allt heimsins gull og í Guðríki er enginn kreppa því hann á allt gullið og silfrið, hristum því af okkur neikvæðnina og stressið og förum að líta okkur næst og sjáum öll raunverulegu verðmætinn og gleðigjafana í lífi okkar, Guð þráir að sjá okkur geisla af gleði leyfum okkur það.
Faðir þinn á himnum elskar þig með ævarandi elsku og hann þráir að fá að uppfylla öll loforð sín í þínu lífi ef þú vilt hleypa honum að. hann hefur líf fyrir þig til heilla en ekki óhamingju og það eina sem þú þarft að gera til að hann geti það er að játa það að Jesús er Drottinn opna hjarta þitt fyrir honum og leyfa honum að græða öll hjartasárin og kenna þér að lifa lífi í fullri gnægð Drottinn blessi þig og varðveiti og fylli líf þitt blessunum með kærri kveðju og ósk um
Athugasemdir
Ég elska þig ástin mín - flott og einlægt blogg, jólin koma þó við sleppum alþrifum:)
Ragnar Birkir Bjarkarson, 19.12.2009 kl. 13:55
Sæl Jóna mín.
Algjörlega sammála þér, við þurfum ekkert að vera að þrífa extra fyrir jólin. Væri sniðugra að þrífa þegar birtir. Þá sjáum við allavega óhreinindin.
Ég ætla að vera smá neikvæð. Ég vorkenni öllu því fólki sem á í vandræðum. Það hlýtur að vera ömurlegt að sjá lánin sín vaxa og vaxa og geta ekkert gert. Það hlýtur að vera svart hjá mörgum, mikil sálarangist.
Fátækt eykst hér á Íslandi og fleiri þurfa á hjálp að halda en áður.
Ég hefði margt á samviskunni ef ég væri á Alþingi. Ég skil ekki af hverju er ekkert gert fyrir heimilin annað en jú að hækka skatta og skyldur. Allir vita nema stjórnarflokkarnir að það leysir engan vanda, vandinn eykst. Guði sé lof að ég er ekki þar.
Megi almáttugur Guð miskunna þeim sem eiga um sárt að binda.
Megi almáttugur Guð miskunna landi og þjóð.
Megi almáttugur Guð gefa Alþingismönnum visku og vísdóm. Ekki veitir nú af.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.12.2009 kl. 23:15
það er rett hjá þér Rósa, það er líkt og stjórnvöld, þingið o.þ.h horfi ekki á heildarmyndina, séu bara í pollýönnu leik og horfi undan - fleiri munu þurfa meiri hjálp eftir að skattar og allt fer að hækka aftur og meira upp úr öllu valdi - ég spyr, hvernig á meðalmanneskjan að ná að lifa og hvað þá manneskjan sem erundir meðal launum??
Ragnar Birkir Bjarkarson, 20.12.2009 kl. 05:29
að sjálfsögðu eiga margir erfitt enda var þetta meint sem uppörvun, að gleðjast yfir því sem við eigum þó, jafnvel þótt það sé bara fjölskyldan og Guð
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 20.12.2009 kl. 06:16
Sæl og blessuð
Pistill var frábær en ég fór bara að ræða um erfiðleika sem fólk er að glíma við nú í dag eftir að ég las um neikvæðni í fréttum og á blogginu. Því miður eru margir þjáðir og ég bara skil ekki þá sem stjórna. Hafa þeir enga samvisku? Nær ekki fólk að koma skilaboðum til Alþingismanna að allt er eins og það er með greinum í blöðum og á bloggi. Eru þau á annarri plánetu?
Við sem eigum Jesú getum og eigum að setja allt okkar traust á hann og ég tek undir með þér að við getum glaðst því hann mun vel fyrir sjá.
Á eftir storminum kemur logn.
Megi almáttugur Guð miskunna öllum sem eru þjáðir hér á Íslandi.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.12.2009 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.