flensa og fl

Jú jú ég er lögst í e.h flensu með hálsbólgu og hita 0 annars byrjaði Guðmundur Gabríel á gamla leikskólanum sínum aftur í dag og fannst ekkert smá gaman að hitta alla strákana aftur. Ég þarf svo að skreppa í keflavík á eftir og ganga frá hlutunum. Gerði upp nokkra hluti í gær og lokaði dyrum sem ég hefði aldrei átt að opna og er að taka heldur betur til í lífi mínu 0 Já það er svo sannarlega gott að vinna í sjálfri sér og losa sig við allan skít úr fortíðinni. Ég var heima hjá Sillu vinkonu í gær og Guðmundur lék sér við Thelmu og Tristan var bara notalegt. Fór svo aðeins á samkomu sem var bara yndislegt. Svo reyndar var ég bara orðinn slöpp og sofnaði um 9 leitið með gullmolanum mínum.

Ég er svei mér þá bara kominn í pínu jólaskap 0 Allt sillu að þakka hún er svo mikið jólabarn 0 og svo hjálpar snjórinn til 0

Fór í klippingu og litun til Ella á laugardaginn og vá er ekkert smá ánægð með hárið á mér fínt að fá smá svona línu í það og tilbreytingu hætti reyndar við að klippa það alveg stutt tími því ekki búið að taka svo langan tíma að safna því 0

Annars finnst mér merkilegt hvað allir eru með nefið ofan í mínum skilnaði og er bara ekki að skilja hvað fólk þarf að vera að tjá sig svona á netinu eins og hefur verið gert.  En sem betur fer virðist þessu vera að linna.

Reyndar er ég enn að fá e.h leiðindar sms í gamla símann minn og ég bara bið þessa manneskju sem ég reyndar er búinn að kæra um að hætta þessu strax..........

Annars er ég bara að púsla lífi mínu saman aftur Guð blessaði mig með geðveikt vel launaðri vinnu 0 og svo fékk Guðmundur pláss á gamla leikskólanum sínum, og við erum sennilega komin með íbúð eftir áramót hér í mosó svo lífið er allt að smella saman. Er að fara í gegnum sporin bæði í AA og Kóda svo andlega hliðin er vel nærð svo og er ég að breyta um matarræði er öll í ávöxtunum og grænmetinu þökk sé góða smootiesnum sem ég fékk hjá Sonju um daginn er bara orðinn hooked á því hahaha 0 Er byrjuð að hreyfa mig mun meira enda bara fjúka kílóinn hægri vinstri 0 Og sjálfsálitið fer hækkandi með því 0 Er reyndar enn hjá sálfræðingi og hún er að hjálpa mér helling verð sennilega orðin lyfjalaus í byrjun næsta árs 0 næs

Jæja megi Drottinn blessa ykkur !!!!!

og Varðveita og láta sína ásjónu lýsa yfir ykkur amen


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband