smá pæling á laugardegi fengið lánað af netinu :)

Ég las einhvern tímann bók um uppeldi sem lagði áherslu á mikilvægi þess að gefa barni sínu gæðastund daglega með því að gefa því alla athygli þannig að það finndi umhyggju manns og ást greinilega. Betra er að eyða tíu þannig mínútum og umgangast barnið lítið þar fyrir utan en að vera hjá því allan daginn án þess að gefa því athygli öðruvísi en að skipa því fyrir. Þannig fyllir maður á tillfinningabanka barnsins og ef það er engin innistæða er líklegt að það sækist eftir athygli með því að vera óþægt: neikvæð athygli er betra en engin!!

Þetta gildir í raun um öll sambönd, ekki síst á milli manns og konu. Það er auðvelt að gleyma sér í hversdagsleikanum og vakna allt í einu upp við að sambandið er bara orðin ein stór rútina. Það skiptir ekki máli hversu vel maður passar saman eða hversu ástfanginn maður er, það verður alltaf að rækta ástina og fylla á þennan tillfinningabanka. Maður þarf að muna að krydda tilveruna með því að taka frá tíma þar sem maður gleymir öllu öðru og gefur hvoru öðru óskipta athygli. Þá finnur maður ástina glæðast og maður man af hverju maður er ástfanginn af maka sínum.

Guð skapaði okkur af því að hann er kærleikur. Eðli kærleikans er að elska og þess vegna erum við til...svo að hann gæti elskað einhvern. En hann skapaði okkur líka vegna þess að hann vildi vera elskaður. Hann vildi börn og konu sem endurgjalda ást hans.

Við tölum mikið um kærleika Guðs til okkar, allt sem hann hefur gert fyrir okkur og allt sem hann getur gert fyrir okkur ef við biðjum hann. Og þetta er allt eðlilegt, satt og rétt. En ég held að ekkert gleðji hann meira en þegar við komum fram fyrir hann með það eina markmið að elska hann, gleðja hann, hlusta á hann. Gefa honum athygli, ekki einungis til þess að upplifa nærveru hans svo að okkur liði betur, heldur einfaldlega til að elska hann.

Ég elska þig Jesús.
Ekki bara vegna þess sem þú hefur gert fyrir mig
heldur einfaldlega vegna þess hver þú ert

Ég vil ekki biðja þig um neitt á þessu augnabliki
Bara elska þig
Ég ætlast ekki til neins af þér á þessu aungnabliki
Ég vil bara elska þig
Ég hunsa þarfir mínar og hunsa þarfir annarra
Og gleymi mér í þinni þörf
Þú einn hefur athygli mina núna
Ég brýt þetta ker og smyr fætur þína með þessari rándýru olíu
Ég eyði öllu í þig, þvi þú ert verðugur.
Ég hefði getað eytt olíunni í fátæka en þetta er þín stund
Eitt er nauðsynlegt
Ég hef fundið það og valið góða hlutskiptið
Og ég veit að það verður ekki frá mér tekið
Því að þú vakir yfir brúður þinni með afbrýðisemi
Og ást hennar er hjarta þitt.

Ég elska þig og fullur þakklætist undrast ég náð þína:
Þú hefur gert okkur kleift að elska þig!
Brennandi af ástríðu gekkstu ekki bara eina auka mílu;
þú gekkst þar til fætur þínir báru þig ekki lengur
Í krafti ástríðu þinnar gerðir þú hið ógerlega:
Þú fjarlægðir allt sem kom í veg fyrir að við gætum þegið ást þína
og allt sem kom í veg fyrir að við gætum elskað þig.
Einn dag mun brúður þín gera sér grein fyrir
að hún elskar þig jafn mikið og þú elskar hana
því hún elskar þig með þinni ástríðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

amen - bara fallegt ástin mín

Ragnar Birkir Bjarkarson, 28.2.2011 kl. 12:37

2 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

takk elskan

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 28.2.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Jóna, falleg og góð lesning.

Takk kærlega fyrir kveðjuna í gestabókina mína, sá hana í kvöld. Bið innilega að heilsa Ragga og Guð blessi ykkur.

Kristinn Ásgrímsson, 1.3.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband