langt um liðið og margt gengið á gleði og sorg.....aðalega gleði þó :)

Vá það er svo langt síðan ég hef bloggað að kanski maður ætti að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með og segja ykkur hvað hefur á daga okkur fjölskyldunar drifið..... Árið 2010 var vægast sagt viðburðarríkt ár... við hjónin skildum um vorið þá nýbúinn að komast að því að 3 erfinginn væri á leiðinni en Guð er góður og við tókum aftur saman í byrjun ágúst, giftum okkur svo 10.10.10 yndislegur dagur fórum bara tvö ein ásamt vitnunum okkar kötu og magga og svo Siggu Helgu og Guðbjarti forstöðuhjónunum okkar inn í bænaherbergið í c.t.f og giftum okkur ´hvort öðru í annað sinn á ævinni, við eignuðumst svo yndislega litla dóttur 17 nóv 2010 sem var 15 merkur og 51 cm og fékk nafnið Sefanía Rut. Við hjónin erum semsagt búinn að njóta þess að vera saman heima í fæðingaorlofi í 3 mánuði sem hefur verið ótrúlega ljúft, Guð er búinn með hjálp yndislegra ráðgjafa að gera kraftaverk í hjónabandinu okkar og það er ótrúlegt hvað Guð getur unnið hratt. Lífið er bara yndislegt þegar maður hefur einhvern til að ganga við hlið sér í gegnum það, Raggi  er núna byrjaður að vinna eftir að fæðingaorlofið kláraðist og það er hálf skrítið að vera allt í einu ein með börnunum flesta daga, við fluttum í kópavoginn í byrjun þessa árs og líður Guðmundi Gabríeli mun betur í nýja skólanum heldur en þeim gamla. Atalía Von er líka byrjuð á nýjum leikskóla og það gengur eins og í sögu og hún þrælánægð :) Sefanía Rut er orðin 3 mánaða og stækkar og stækkar er orðin um 5 kg og 59 cm Sefanía Rut

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

hér er hún í kjólnum sem að langa amma hennar í keflavík heklaði á reyndar systur hennar hana Atalíu Von - Guð er góður - ef maður hleypir honum að ;)

Ragnar Birkir Bjarkarson, 19.2.2011 kl. 14:35

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð sér um sína.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.2.2011 kl. 16:00

3 identicon

Amen.Til hamingju með dótturina og fallega lífið ykkar.Nafnið hennar er sérlega fallegt.Rutarbók er í uppáhaldi hjá mér Guð blessi ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband