Hvað er heimili þitt ??
26.1.2010 | 07:07
Fyrir nokkru spurði enskt tímarit hina mörgu lesendur sína hvað er heimilið ??
Alls bárust 800 svör þessi 8 voru talin best:
1. heimur báráttu utan veggja, kærleika innan veggja
2. staður þar sem littlir eru stórir og stórir littlir
3. konungsríki Pabba, heimur mömmu og paradís barnanna
4. Takmark vona okkar
5. Athvarf sem bestu óskir hvers hjarta beinast að
6. staður þar sem við möglum mest en njótum mestrar umhyggju
7. staður þar sem við erum mettuð með þremur máltíðum á dag en hjartað fær þúsund
8. eini staðurinn á jarðríki þar sem kærleikur hylur veikleika okkar
Enginn staður á jörðinni getur orðið eins líkur og himninum og heimilið. Þegar Jesú vill fræða okkur um himininn, líkir hann honum við brúðkaupshátíð. hann tekur dæmi af mestu hátíð heimilisins , En enginn staður getur heldur líkst helvíti eins og heimilið. HVAÐ ER HEIMILI ÞITT ? það er ekki aðeins háð öðrum heimilis mönnum. Það mótast af því hvernig þú ert. Ert þú heima? eða kemur þú aðeins til að borða og sofa eins og á hóteli ? Stuðlar þú að því að skapa hlýju og velíðan á heimili þínu ?
Í bæjum eru til heimili þar sem unga fólkið er næstum aldrei heima af því að það er á samkomum og heimaboðum, sjaldan eru allir heima á sama tíma. Hvers vegna ættum við ekki að hafa að minnsta kosti einn heimilisdag í viku þar sem allir eru heima? og njóta samveru og eiga stundir með föður okkar á himnum ? Heimili þar sem Jesú á heima það er þar sem við stöndum upp og leiðum Jesú til öndvegis.
Flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu (lúk 19.5)
Hjartað bæði og húsið mitt
heimili veri Jesú þitt
hjá mér þigg hvíld hentuga
þó þú komir með krossinn þinn
kom þú blessaður, til mín inn
fagna ég þér fegins huga
(hallgr.Pétursson)
Mín ósk til þín í dag er að heimili þitt verði griðarstaður þinn uppfylltur kærleika föður okkar á himnum að hans heilagi andi fái að flæða á heimili þínu og blessa þig ríkulega hann elskar þig og þráir að dvelja á heimili þínu.
Athugasemdir
Hæ.. og takk fyrir að samþykkja mig:)hlakka til að lesa eftir þig... því eftir þessu að dæma verður það falleg lesning...
Ása Sverrisdóttir, 30.1.2010 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.