Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Guð nútímans ????

Var að lesa grein eftir fyrrverandi pastor minn í hvítasunnukirkjunni í Keflavík og varð eiginlega bara orðlaus, og langar svo í stað þess að dæma einn né neinn að segja mína upplifun Á því hvernig kristin trú á að vera og það sem við sem vitni Guðs eigum að vera að breiða út og það er KÆRLEIKUR Guð elskar alla alveg sama hvað eða hver þú ert, Guð fer ekki í manngreinaálit, Það er ekki okkar hlutverk að dæma náungann heldur elska hann, okkur ber að gefa af okkur eins og Jesú gerði, við eigum að elska fólk til lífs, Það er Guð einn sem getur snert hjarta okkar þannig að við finnum í hjarta okkar hvað er synd í okkar lífi og hvað ekki. Og Guð sýnir okkur, okkar eigin syndir ekki annara, það að breiða út boðskap Guðs er ekki að benda fólki á syndir sínar heldur að leyfa fólki að finna að Guð er svo sannarlega kærleikur við erum börnin hans, og hann elskar okkur án skilyrða algerlega.

Ég hef sjálf upplifað þennan dóm sem við Kristna fólkið erum, svo dugleg að kasta á fólk, en persónulega þá er ég alltaf að upplifa meira og meira með Guði sorgina yfir því að við erum stöðugt að ganga út úr náðinni sem Guð gaf okkur og undir lögmálið sem dó með Jesú á krossinum bara með því að dæma aðra og setja okkur þar í sæti Guðs. 

Megi Drottinn blessa ykkur og eigiði yndislegan dag 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband