Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Elska Guðs !

Ég hef verið að velta elsku Guðs fyrir mér og komist að því að hún er óendanleg, og það er ekkert sem er Guði um megn, ég sá mynd síðastliðinn sunnudag sem opnaði augun mín fyrir því að það erum aðeins við sjálf sem setjum þak á Guð og tölum út óguðlega trú eins og t.d Guð getur ekki læknað mig og svo framvegis en GUÐ getur allt ef við trúum því og treystum !!!

Í tilefni Valentínusar dagsins, Tileinkað ástinni í lífi mínu !!! Elska þig elsku Raggi minn, allt megnum við fyrir þann er okkur sterkan gjörir !!!

Tekið úr yndisleika orðsins eftir Chris og Anita oyakhilome:

 Óskeikult orð:

Guð er ekki maður, að hann ljúgi né sonur manns að hann sjái sig um hönd, skyldi hann segja nokkuð að gjöra það eigi, tala nokkuð og efna það eigi ? (4 mós 23:19)

Jesaja 55:11 gefur Guð okkur skýra mynd af óskeikuli Orði Guðs. eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefur framkvæmt sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma "þessi orð sem eru mikil yfirlýsing um Guðdómleik orða Guðs, sem bregðast aldrei. Orð hans er fullkomið, áreiðanlegt og traust. Guð myndi aldrei segja eitthvap og síðan neita því eða gera það ekki !! Hann hefur nógan kraft til að framkvæma það sem hann segir. Þegar t.d Guð sagði við Abraham að hann myndi gera hann að föður margra þjóða, virtist það ekki vera gerlegt mannlega talað, og loforð Guðs við Abraham yrði að veruleika. Abraham og kona hans Sara voru orðin gömul. Biblían segir einnig frá að móðurlíf Söru var lokað þannig var líkami Abrahams einnig. Það breytti ekki orði Guðs varðandi þau. Föður margra þjóða hef ég sett þig. Og er hann frammi fyrir Guði, sem hann trúði á honum sem lífgar dauða og kallar fram það sem ekki er til eins og það væri til (róm 4:17) Abraham hafði trú á óskeikulu orði Guðs, hann tók þá ákvörðun að helga sjálfum sér Drottni vitandi að orð Guðs bregst aldrei. Og ekki veiklaðist hann í trúnni þótt hann minntist þess, að hann var komin að fótum fram, hann var nálega tíræður og Sara gat ekki orðið barnshafandi sakir Elli. Um fyrieheit Guðs efaðist hann ekki með vantrú heldur gjörðist styrkur í trúnni hann gaf Guði dýrðina( róm 4: 19-20) Það var þessi ákvörðun sem gaf Abraham nafnið "faðir trúarinnar" og gerði hann að vini Guðs (jak 2:23) Það var trú Abrahams á óskeikulu orði Guðs. Hann vissi að orð Guðs myndi ekki snúa tómt tilbaka til hans. Sýndu trú þína á orðinu með því að vera gerandi þess. Orð Guðs ber sama gildi (potency) eins og andi Guðs. Hvenær sem Guð talar varðandi þig, skiptir engu hvað tilfinningar þínar segja þér, það sem skiptir máli er orð hans því ORÐ HANS BREGST ALDREI.


Finnst þjóðin þurfa á akkurat þessu að halda akkurat núna !!!

Þetta er blogg frá mér síðan fyrir jól orð sem Guð gaf mér og ég finnst eins og einhver eða einhverjir þarna úti þurfi á þessum orðum að halda akkurat núna! Ég bið þess í Jesú heilaga nafni að Guð leiði þjóðina okkar út úr myrkrinu inn í ljós sitt og fylli sérhvert hjarta og heimili af blessunum sínum, kærleika og heilögum anda, ég bið fyrir öllum þeim sem eru fastir í einhverskonar fíkn að það verði fullkomin lækning og lausn, ég bið fyrir öllum sem eru í fjárhagsvandræðum að það verði yfirflæði af blessunum, gleði og erfileikar þeirra megi leysast, Ég bið fyrir allri þjóðini hverjum einasta einstaklingi að Guð mæti þeim í hvaða kringumstæðum sem þeir eru og uppfylli óskir og þarfir hjarta þeirra. Megi þetta orð blessa þig og greipast í hjarta þér, Guð einn á öll svörin og lausnina. Hann er kærleikurinn!! myfathersfootsteps-main_full

Guð er himneskur faðir þinn og hann elskar þig með föðurlegum kærleika ! Hann elskar alla hér á jörðu alveg sama hver eða hvað þú ert. hann elskar okkur nákvæmlega eins og við elskum börnin okkar algerlega skilyrðislaust, hann elskar þig svo mikið að hann fórnaði einkasyni sínum Jesú Kristi á krossi til að fyrirgefa okkur allar syndir í þátíð, nútíð og framtíð. Á sama hátt ber okkur að fyrirgefa öðrum því ófyrirgefning er í orðsins fyllstu merkingu eins og andlegt krabbamein sem gerir líf okkar óhamingjusamt og veldur okkur oft líkamlegum veikindum. Ert þú með ófyrirgefningu í hjarta þér ??? Ég hvet þig til að fyrirgefa öllum þeim sem hafa gert á þinn hlut sjálfs þíns vegna. Þegar Jesú dó á krossinum fyrir þig þá gaf Guð okkur náðina! þ.e allar okkar syndir eru fyrirgefnar og lögmál Guðs dó með honum því það er of gott og of fullkomið til að allir menn geti fylgt því. Elska Guðs er ekki háð neinum skilyrðum hann mun ætíð elska okkur börnin sín, en náðin er háð einu skilyrði og það er að við dæmum ekki aðra til að við verðum ekki dæmd eftir lögmálinu. Ef við til dæmis bregðumst rangt við eða dæmum einhvern þá erum við sjálf búinn að koma okkur undir lögmálið sem aðeins Satan á að vera dæmdur eftir. Og verðum dæmd eftir því, ef við hinsvegar dæmum engan þar með talið okkur sjálf heldur sýnum öllum kærleika, elskum fólk eins og fyrirgefum  og Guð elskar okkur og hefur fyrirgefið okkur þá verðum við ekki dæmd eftir lögmálinu á efsta degi þannig virkar náð Guðs, Við hinsvegar eigum ekki að misnota náðina :) að lifa undir náð Guðs þýðir ekki það að Guð sé búinn að gefa okkur leyfi til að lifa í synd eða fremja synd, hann vill að við leyfum honum að breyta okkur, sníða okkur til svo við líkjumst honum sem mest hann veit hinsvegar syndirnar okkar fyrirfram. Alveg eins og við elskum börnin okkar og viljum þeim aðeins það besta á sama hátt elskar Guð okkur, hann elskar þig, mig og alla nákvæmlega eins og við erum en hann elskar okkur of mikið til að skilja okkur eftir þannig. Guð þráir að fá að leyfa þér að finna föðurlegan kærleika sinn, átt þú lifandi Guð ???  JSG 2009

jesus1-main_Full


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband