mér finnst að frekar ætti að lengja fæðingaorlofið

Þegar ég átti son minn bjó ég í Noregi, þar er fæðingaorlofið mun lengra og mun betur borgað þess vegna furða ég mig á frétt sem ég las um daginn um að fæðingaorlofs sjóðurinn okkar væri lofsamaður um víða veröld og ekki finnst mér fæðingaorlofið okkar eitthvað til að monta okkur af, td fáum við hér aðeins 6 mán á 80 % launum eða 12 mán á 50% launum sem engin lifir á í dag, á móti færðu í noregi 9 mán á 100% launum eða 18 mán á 80 % launum, og eru reyndar margir aðrir hlutir þar sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Þar er í raun ertu hvattur til að eiga sem flest börn, stofna til fjölskyldu og gifta þig án þess að tapa stórum fjárhæðum á mánuði á því. ég er ekki frá því að þeir meira að segja hafi bætt hlutina síðan ég var í fæðingaorlofi þar en það var árið 2003 og 2004. Mér finnst að það ætti að skera niður á allt öðrum stöðum heldur en á þessum sem eru í umræðunni, spítulum, fæðingaorlofi, örorku og ellilífeyri, hvernig væri að fækka þingmönnum lækka laun þeirra og forsetans og ráðherra niður í lágmarkslaun ??? það er hellings sparnaður þar, einnig finnst mér að ætti að skera niður hjá ríkissjónvarpinu frekar en ríkisspítulunum mér finnst ráðamenn þessarar þjóðar vera með forgangsröðunina dáldið mikið skakka.

Það er sorglegt að syndir útrásavíkinga og ráðherra þessa lands skuli þurfa að bitna á heilli þjóð. Kanski þeir hefðu átt að hlusta á Jónínu Ben fyrr ??? þá hefði kanski verið hægt að koma í veg fyrir sumt af þessu. 


mbl.is Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband