Bráðum koma blessuð jólin :)

Mig er barasta farið að hlakka til jólanna, ég hef tekið þá ákvörðun að eyða ekki efnum fram í jólagjafir og njóta þess frekar að eiga góða stund með fjölskyldu minni og vinum og umfaðma þá í kærleika. Ég ætla að nota tímann í desember til að baka með börnunum hlusta á jólalög skreyta og hafa það huggulegt svo ætla ég að gefa föður mínum á himnum enn meiri tíma og heiðra og lofa hans nafn. Muna hinn raunverulega boðskap jólanna og breiða út kærleika Krists. Núna er aðventan að hefjast og ætla ég að fagna því með því að eiga yndislega helgi með manninum mínum og börnum og fara á spámannlegt lofgjarðarmót hjá C.T.F kirkjunni minni.  www.ctf.is/?eining=dagatal&event=2

Mótið verður föstudag kl 20- ?

laugardag 14-18 og 20-?

og svo munu þessir yndislegu gestir þjóna á samkomu á sunnudaginn kl 14 hvet sem flesta til að mæta að háteigsvegi 5 í rvk og finna elsku Guðs því Jesú elskar alla nákvæmlega eins og þeir eru elskar okkur reyndar of heitt til að skilja okkur eftir þannig þess vegna sníðir hann okkur til.

Megi Guð gefa þér yndislega helgi og blessa þig og þína InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Vona þið eigið yndislega helgi og ykkur gangi allt í haginn. Guð blessi ykkur kæru vinir.

Kristinn Ásgrímsson, 28.11.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

Guð blessi þig ríkulega Kiddi og takk fyrir kveðjuna;)

Ragnar Birkir Bjarkarson, 1.12.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband