Hvað er ríkidæmi ???

Ég er búinn að vera að velta þessu dáldið fyrir mér hvað raunverulegt ríkidæmi er !!! Er það að eiga 2 einbýlishús, 4 jeppa, einkaþotu og marga milljarða á bankareikningnum ?? Yrði maður í alvörunni eitthvað hamingjusamari og sáttari þá ?? eða er ríkidæmi að eiga falleg börn, góðan maka, þak yfir höfuðið, góða vini, góða heilsu, Guð og hlátur ?? ég held að það sé hið síðarnefnda því ekkert er dýrmætara hér í heimi en eimitt Guð, Börnin manns, maki manns, fjölskylda og vinir það skiptir engu máli hvort þú átt 4 land rover jeppa ef þú átt ekki góða fjölskyldu og góða heilsu, ekki tökum við þessa veraldlegu hluti með okkur þegar við yfirgefum þennan heim eða hvað ?? Maður getur ekki annað en verið þákklátur fyrir það sem maður á því ef maður er ekki sáttur með það sem maður á fyrir þá verður maður hvort sem er aldrei sáttur með neitt og vill alltaf meira, Maður spyr sig líka ef maður er ekki þakklátur fyrir það sem maður á í dag verður maður þá eitthvað meira þakklátur með meira ?? Ég veit bara að það sem veitir mér innihaldsríka og varanlega ánægju og hamingju er þegar yndislegi maðurinn minn segir mér að hann elskar mig, gefur mér litlar gjafir, skrifar mér eitthvað fallegt og svo framvegis það eru minningar sem lifa, og svo hver einasti áfangi hjá börnunum sínum, þegar fyrsta brosið kemur, fyrsta hjalið, þegar þau sitja í fyrsta sinn, fyrstu skrefinn, fyrsta orðið og svo má lengi telja, Sonur okkar veitir okkur endalaus bros með öllum heimspekilegu pælingum sínum, alveg ótrúlegt hvað 7ára börn pæla mikið, meira segja 2 ára dóttir okkar sem er farinn að tala ótrúlega mikið reitir af sér brandara :) og syngur stöðugt öll leikskóla lögin þessar elskur geta veitt manni ótrúlega ánægju og bros á vör meira að segja þótt þau hendi sér reglulega í gólfið og öskri eins og ljón afþví að þau fá ekki allt sem þau vilja, við eigum líka eina 3 mánaða og vá hvað það er yndislegt þegar hún brosir framan í mann, og hjalar út í loftið :) já ég held svei mér þá að ég búi við ofboðslegt ríkidæmi þótt ég eigi enga peninga :) eigiði Góða helgi !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

amen við þessu - fallegar pælingar - ég er sammála þér

Ragnar Birkir Bjarkarson, 19.2.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband