Fyrirgefning er lausnin fann þetta á netinu og endurbætti dáldið

 "Heilagi Faðir, takk fyrir það að þú ert kærleikur. Þakka þér fyrir þessi viðbrögð sem ég hef fengið bara vegna þess að Orðin sem þú blést í huga minn voru þín orð en ekki mín orð. Ég bið fyrir þeim sem eiga bágt og eru að koma út úr erfiðum krísum og erfiðleikum. Endurnýjaðu hjónabönd, sambönd, hvort sem það eru vináttusambönd, eða ástarsambönd. Heilagi Faðir, svo vil ég biðja fyrir þeim sem hafa ekki opnað hjarta sitt fyrir þér.  Opnaðu hjarta þeirra sem lesa þetta Drottinn svo Sannleikurinn gerir þau frjáls. Heilagi Faðir, viltu blása í huga minn þín orð eins og áður svo fólk frelsist, svo þú náir til fólksins og viltu gera Orð mín sem þú talar inn í huga minn innblásin af Heilögum Anda. Viltu blessa þá sem hafa ofsótt mig og ofsækja aðra, og fyrirgef þeim sem vita ekki hvað þeir gjöra. Viltu miskunna þjóð okkar og land Heilagi Faðir. Vér höfum syndgað en ég bið fyrir fyrirgefningu allrar þjóðar þinnar. Í Jesú Heilaga nafni, AMEN."

       Þá er að koma sér að efninu sem er Fyrirgefningin. Við skulum spyrja okkur sjálf hvað fyrirgefning er. Að fyrirgefa þýðir það að sættast við það sem maður er og sættast við að við erum minni en Drottinn og síðast en ekki síst að sættast við Drottinn og gleyma því liðna. Fyrirgefning er eitthvað sem margir eiga erfitt með, sérstaklega fólk sem hefur verið ofsótt, misnotað í æsku, fólk sem hefur lent í sorg og fleira. En við eigum gæskuríkan og fyrirgefandi Faðir sem er Drottinn Jesús.  Fyrir þá sem vita ekki hvað Drottinn Jesús gerði fyrir okkur fyrir 2000 árum síðan var það að hann dó fyrir syndir okkar og var krossfestur og úthellti blóði sínu á Golgata. Mér finnst þessi vers tala mest til mín núna. Þannig ég ætla að skrifa það hér niður.

1. Pétursbréf 2:21-25

       "Til þessa eruð þér kallaðir. Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.  Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans.  Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttláta dóma  dæmir.  Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.  Þér voruð sem villuráfandi sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hans, sem er hirðir og biskup sálna yðar."


       Ég hef frábærar og gleðilegar fréttir fyrir ykkur sem geta ekki fyrirgefið þeim sem hafa gert eitthvað á hlut ykkar þ.e.a.s hafa lent í einelti, misnotað í æsku, hefur verið beitt ofbeldi og fleira. Ég veit þetta sjálfur því að ég hef lent í ýmis konar raunum og það var ekki gott og afleiðingin var að ég átti erfitt með að fyrirgefa. En mig langar að segja að eftir að ég frelsaðist, þá bað ég Drottinn Jesú um að gefa mér Guðlega fyrirgefningu, þ.e.a.s til þess að geta fyrirgefið öllum og Drottinn svaraði. Ég hef fyrirgefið öllum sem gerðu mér skaða bæði andlega og líkamlega. Það er svo gott að geta fyrirgefið og eftir að ég gat fyrirgefið, þá fannst mér eins og þungu fargi hafi verið létt af mér, þannig ég hvet þig lesandi góður að leita til Guðs og biðja Guð um að gefa þér Guðlega fyrirgefningu og það er öruggt að hann mun svara þér.

       Þetta er Guðs vilji því þetta stendur í Orði Guðs. Það stendur líka í Orði Guðs(Biblíunni) að ef þú fyrirgefur ekki mönnum fyrir þeirra misgjörðir, þá mun Guð Faðirinn ekki fyrirgefa ykkur misgjörðir ykkar. Þetta stendur í

Matteusarguðspjalli 6, 14-15

       "Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.  En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."

       Hér kemur mjög glöggt fram að ef þú lesandi góður hefur ekki fyrirgefið öðrum, þá skaltu gera það strax því að ef þú fyrirgefur þá mun Drottinn fyrirgefa yður og svo sannarlega er Drottinn í nánd. Og ef þú lesandi góður getur ekki fyrirgefið, biddu Drottinn um að gefa þér Guðlega fyrirgefningu og hann mun gefa þér hana.

       Það er bara fyrir náð Jesú Krist að hann fyrirgefur okkur. Ef við skoðum málið betur, þá eigum við þessa fyrirgefningu í raun og veru ekki skilið vegna þess að við erum syndarar en fyrir náð Jesú Krists og það sem hann gerði á krossinum, það hefur gefið okkur lausn og frelsi. Ekki frelsi til að gera allt sem þig langar til heldur frelsi fyrir sál þína og hún verður Andlega lifandi, því áður var hún Andlega dauð en Drottinn Jesús elskar okkur svo mikið að Hann vill gefa okkur úr lífsins tré þ.e.a.s reisa upp sálir okkar svo við verðum lifandi.

       Það er talað um að þegar fólk vill ekki fyrirgefa, þá fari Jesús að gráta og verður sorgbitinn. Ég vil benda á að Drottinn Jesús er persónulegur og lifir í dag. Ég hvet þig lesandi góður að fyrirgefa öllum sem hafa gert þér skaða alveg sama hvaða skaði það er, því laun þín eru mikil á himnum. Það er til himnaríki og helvíti og ég bið þess að ég sjái ykkur öll í himnaríki. Auðmýkið ykkur sjálf og lyftið nafni Jesú upp og biðjið Drottinn Jesú fyrirgefningar á ykkar syndum. Ég ætla að gera slíkt hið sama. :)  Ég elska ykkur og ég bið fyrir því að þú lesandi góður muni frelsast fyrir náð Jesú Krist sem er gjöf Guðs til þín.  Það er ekki vegna verka heldur vegna náð Drottins sem hann vill gefa þér þessa gjöf. Náð er óeigingjarn kærleikur eða agabe kærleikur sem ég nefndi í síðasta pistli.

       Það er annað sem Drottinn vill að ég skrifi og það er um þessa ófyrirgefanlegu synd sem er lastmæli gegn Heilögum Anda. Mér finnst eins og Drottinn sé að segja mér að skrifa þetta hér. EKKI LASTMÆLA HEILÖGUM ANDA!! Einnig þetta, EKKI HRYGGJA HEILÖGUM ANDA því að Heilagur Andi er persónulegur og getur orðið sorgbitinn. Einnig finnst mér að Drottinn sé að blása þetta í huga minn til að segja þér að ef þú hefur lastmælt Heilögum Anda og hefur áhyggjur, þá þarftu ekki að óttast því það eru ekki raunveruleg lastmæli. Drottinn rannsakar hjörtun og skoðar þau og sér hvort þú hafir verið að meina þetta eða ekki. Hvort þetta hafi verið að vilja þínum eða ekki. Svo ég bið Drottinn um að klæða þig í alvæpni Drottins sem eru Lendar Sannleikans, Brynja Réttlætisins, skór fúsleikans til að bera fagnaðarerindi Friðarins, Hjálmur hjálpræðis, skjöld trúarinnar og sverð Andans. Klæðist alvæpni Drottins og ég bið fyrir smurningu yfir þann sem les þetta í Jesú nafni.

       "Heilagi Faðir, ég þakka þér fyrir þennan pistil. Ég vil lofa þig og tigna. Ég vegsama þig Drottinn Jesús og bið þess að fólk megi vakna til lífsins og að það megi verða vakning á landinu. Drottinn Jesús , þetta er þitt land. Ég vil helga þér mínu lífi og ég vil taka undir orð Páls og segi að "ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú(sbr Róm 1, 16-17)."   Heilagi Faðir , ég elska þig af öllu mínu hjarta sálu og mætti. Ég bið þess að fólk sem les þetta megi frelsast, skírast í Heilögum Anda og vakna til lífsins. Takk fyrir orðin sem þú gafst mér fyrir þetta blogg. Í Jesú nafni, AMEN.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

amen - magnað - skiptir miklu máli að fyrirgefa öðrum og það er blessun að fá að lifa undir náð:) elska þig ástin mín - eigðu góðan dag

Ragnar Birkir Bjarkarson, 23.1.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband