Færsluflokkur: Trúmál

Yndisleg helgi að baki stórkostleg nærvera Guðs!

wkfv-107-1.gifOhh helgin var yndisleg við Hjónin fórum á spámannlegt lofgjarðarmót hjá C.T.F í Reykjavík og þvílík nærvera, yndisleg snerting Guðs og lífi fjölda fólks breytt til frambúðar, þvílík köllun. Fólk læknaðist og Guð talaði nákvæm orð inn í líf fólks. Yndislegt að eyða helginni með föður okkar á himnum og þetta er aðeins upphafið á því sem Guð er að gera í okkar lífi. Við erum að ganga inn í nýtt upphaf í okkar lífi með Guði Amen. 

Guð elskar ÞIG nákvæmlega eins og þú ert !!!!

wkfv-109-1.jpgGuð er himneskur faðir þinn og hann elskar þig með föðurlegum kærleika ! Hann elskar alla hér á jörðu alveg sama hver eða hvað þú ert. hann elskar okkur nákvæmlega eins og við elskum börnin okkar algerlega skilyrðislaust, hann elskar þig svo mikið að hann fórnaði einkasyni sínum Jesú Kristi á krossi til að fyrirgefa okkur allar syndir í þátíð, nútíð og framtíð. Á sama hátt ber okkur að fyrirgefa öðrum því ófyrirgefning er í orðsins fyllstu merkingu eins og andlegt krabbamein sem gerir líf okkar óhamingjusamt og veldur okkur oft líkamlegum veikindum. Ert þú með ófyrirgefningu í hjarta þér ??? Ég hvet þig til að fyrirgefa öllum þeim sem hafa gert á þinn hlut sjálfs þíns vegna. 

Þegar Jesú dó á krossinum fyrir þig þá gaf Guð okkur náðina! þ.e allar okkar syndir eru fyrirgefnar og lögmál Guðs dó með honum því það er of gott og of fullkomið til að allir menn geti fylgt því. Elska Guðs er ekki háð neinum skilyrðum hann mun ætíð elska okkur börnin sín, en náðin er háð einu skilyrði og það er að við dæmum ekki aðra til að við verðum ekki dæmd eftir lögmálinu. Ef við tildæmis bregðumst rangt við eða dæmum einhvern þá erum við sjálf búinn að koma okkur undir lögmálið sem aðeins Satan á að vera dæmdur eftir. Og verðum dæmd eftir því, ef við hinsvegar dæmum engan þar með talið okkur sjálf heldur sýnum öllum kærleika, elskum fólk eins og fyrirgefum  og Guð elskar okkur og hefur fyrirgefið okkur þá verðum við ekki dæmd eftir lögmálinu á efsta degi þannig virkar náð Guðs, Við hinsvegar eigum ekki að misnota náðina :) að lifa undir náð Guðs þýðir ekki það að Guð sé búinn að gefa okkur leyfi til að lifa í synd eða fremja synd, hann vill að við leyfum honum að breyta okkur, sníða okkur til svo við líkjumst honum sem mest hann veit hinsvegar syndirnar okkar fyrirfram. Alveg eins og við elskum börnin okkar og viljum þeim aðeins það besta á sama hátt elskar Guð okkur, hann elskar þig, mig og alla nákvæmlega eins og við erum en hann elskar okkur of mikið til að skilja okkur eftir þannig. Guð þráir að fá að leyfa þér að finna föðurlegan kærleika sinn, átt þú lifandi Guð ???  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband